Tilraunastofa SOPHOS skrifar um það í dag hvernig lítið lát virðist vera á að vélar séu að smitast í gegnum PDF skrár. Litlum kóðum er komið fyrir í síðum, sem líta ósköp sakleysilega út, sem hlaða niður gerfi vírusvörnum í gegnum öryggisholur PDF hugbúnaðar Adobe. Þessar gerfi vírusvarnir eru í raun ekkert annað en vírusar og leiðir fyrir óprúttna aðila til að komast yfir kortanúmer eða aðrar mikilvægar upplýsingar.

PC Antispyware 2010 - Gerfi vírusvörn

PC Antispyware 2010 - Dæmi um gerfi vírusvörn

Í dag er því nauðsynlegt að tölvunotendur þekki hvaða tegund vírusvarnar þeir eru með, því birtist vírusvörn svipuð PC Antispyware 2010; er vélin orðin smituð og borgar sig því að gera viðeigandi ráðstafanir.

Margir hafa átt það til að smella á Update later eða Remind me later takkana þegar Adobe hugbúnaðurinn er að minna okkur á uppfærslur. Þetta borgar sig auðvitað ekki nema þú sért alveg viss um að uppfærslurnar séu einungis minniháttar. Fyrr á þessu ári komu nauðsynlegar uppfærslur til að fylla uppí stærstu öryggisholurnar á Adobe Reader.