Facebook fyrirtækið varar fyrr í dag sjálft við vírus sem dreyfir sér í nafni Facebook og berst notendum með tölvupósti. Með tölvupóstinum fylgir viðhengi sem inniheldur sýkta skrá svo notendur eru beðnir um að athuga það að Facebook kæmi aldrei til með að senda notendum sínum nýtt lykilorð í einhverskonar viðhengi. Því bendir allt til að einhverjir þessara pósta reyni að plata viðtakendur þannig til að opna viðhengin.

Watch out for two new viruses that are spreading across the web. They involve emails made to look like they are from Facebook telling you to take some action on your account. Remember that we will never send you a new password as an attachment. Stay informed on how to keep your account secure by becoming a fan of the Facebook Security Page.

Til að fá nýjustu fréttir og upplýsingarnar um öryggi á Facebook er mælt með að notendur gerist aðdáendur Facebook Security síðunnar.

Og að sjálfsögðu borgar sig síðan alltaf að hafa uppfærða vírusvörn á tölvunni til að tryggja öryggi sitt enn frekar.