Notendur Apple tölva hafa fram til þessa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af vírusum og öðrum óæskilegum hugbúnaði.  En þar sem vinsældir þessara véla hafa aukist hafa margir vírusar sprottið fram ýmist bæði fyrir Windows og OS X eða þá sérstaklega OS X stýrikerfið sem Apple vélarnar keyra.

Fyrir eigi löngu síðan var einn af fréttavefum landsins tekinn niður eftir að sýktur kóði fannst á vefnum sem birti skilaboð á þá leið að það sem hafi fundist hafi getað sýkt bæði Windows og OS X stýrikerfin.  Oftar en ekki er þetta raunin þar sem bæði stýrikerfin keyra t.d. Adobe Flash Player til þess að spila hreyfimyndir og myndbönd á vefnum.  Adobe fyrirtækið hefur reglulega síðustu mánuði þurft að gefa út uppfærslur af þessum hugbúnaði þar sem stórar öryggisholur finnast reglulega og sömuleiðis hafa Java uppfærslur verið tíðar vegna sömu vandamála.

Sophos hefur ákveðið að gefa þessum, oft grunlausu, Apple tölvunotendum kost á að setja upp á heimilisvélum sínum ókeypis útgáfu af vírusvörninni og hvetjum við alla makka- menn og konur til að sækja sér vörnina og setja upp.

Uppsetning er mjög einföld og með sjálfvirkum uppfærslum eru tölvur notenda varðar fyrir öllum þekktum hættum hverju sinni, ásamt því að Sophos vírusvörnin er gríðarlega öflug í að þekkja hegðunarmynstur vírusa og getur því stöðvað áður óþekkt fyrirbrigði.

Naked Security bloggið hjá Sophos hefur tekið saman nokkur myndbönd þar sem vírusar keyrandi á OS X eru sýndir.

Útgáfan er ókeypis og því um að gera að prófa hugbúnaðinn. Þó ekki væri nema til að skanna í eitt skipti í gegnum vélina til að kanna stöðuna á skrám á henni.

Náðu Sophos Anti-Virus fyrir mac heimavélar.