Umræðan um Apple tölvurnar og vírusa hefur sjálfsagt lítið farið framhjá fólki. Fréttir um hálfa milljón Apple tölva sýktra af óæskilegum hugbúnaði hafa sést víða síðustu vikur og mánuði. Netheimur hefur áður nefnt ógnir við önnur stýrikerfi en Windows. Það skiptir í raun ekki hver framleiðir búnaðinn; það borgar sig alltaf að tryggja sig eins og mögulegt er.

Spurningin um hvort menn sjái sér hag í að smíða vírusa og annað slíkt er einfaldlega undir dreifingu viðkomandi tækja komið.

Sophos hefur í gegnum árin verið leiðandi á sviði öryggisvarna. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að netkerfum og stórum fyrirtækjaútgáfum og hefur í raun aðeins ein vara frá þeim komið sem ætluð er til heimilisnota; Sophos AntiVirus for Mac. Hún er ókeypis.

Snjallsímar eru og verða engin undantekning


Nú hefur Sophos gefið út Sophos Mobile Security.

Hugbúnaðurinn aðstoðar við að halda gögnum þínum á Android tækinu öruggum. Hann staðfestir að hugbúnaður á símanum sé laus við óæskilega kóða. Týnir þú tækinu eða því stolið, ver ‘remote lock’ eiginleiki þess að persónulegar upplýsingar fari á flug.

Staðfesting á uppsettum hugbúnaði

  • Fer í gegnum hugbúnaðinn sem þú setur á símann og heldur vírusum úti
  • Skannar hugbúnað sem þegar hefur verið settur upp eða er á SD korti
  • Notast við tækni frá skýi SophosLabs með mínútu-fyrir-mínútu uppfærðum upplýsingum

Læsing á týndum eða stolnum síma

  • Framkvæmir fjarstýrða læsingu á tæki
  • Getur staðsett síma út (sé þess óskað)

Öryggi persónuupplýsinga

  • Gefur þér upplýsingar um hvaða forrit á síma hafa aðgang að innviðum síma (tengiliðaskrá, smáskilaboð o.s.frv.)
  • Getur útbúið lista yfir hugbúnað sem hefur réttindi til að senda smáskilaboð, hringja og geta þannig búið til kostnað

Netheimur hefur notast við vörur frá Sophos í yfir 12 ár og mælum við sterklega með þeim. Þessi útgáfa af snjallsímalausn þeirra er ókeypis, enda aðeins Beta útgáfa ennþá, en við mælum með að þeir sem vilja prófa þessa lausn þeirra skelli sér inn á Play Store og sæki Sophos Mobile Security.


Hafir þú áhuga á að kynna þér frekari upplýsingar um aðrar vörur frá Sophos hvetjum við þig til að kynna þér það á síðunni okkar eða með því að senda okkur fyrirspurn á adstod@netheimur.is og fá frekari kynningu.