Við erum stoltir að taka þátt í næstu ferð Vilborgar enn nú ætlar hún að ferðast til Norður-Ameríku. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari stefnir að því að klífa Tindana sjö á einu ári, sjö hæstu fjallstinda í hverri heimsálfu. Ferðalagið hefst í þessum mánuði á McKinleyfjalli, öðru nafni Denali, sem er hæsta fjall í Norður-Ameríku. Takmarkinu lýkur svo á Everest-tindi eftir ár.

Vefdeild Netheims hannaði og hýsir vefsíðu Vilborgar www.vilborg.is. Þar gefst öllum færi á að fylgjast með og senda Vilborgu skilaboð