Fæst fyrirtæki virðast gera sér grein fyrir óörygginu sem felst í því að skaffa starfsmönnum fartölvur til að vinna á heiman frá sér. Oftar en ekki er verið að vinna með gögn sem meiga alls ekki fara á flakk en þjófnaður á fartölvum hefur aukist verulega með aukinni fartölvunotkun.

Mjög eðlilegt þykir nú á dögum að starfsmenn geti sinnt vinnu sinni heimanað eða hvar sem er ef því er að skipta. Þráðlaus net út um allar borgir veita starfsmönnum og stjórnendum aukið frelsi – og ekkert að því í sjálfu sér.

Í október á síðasta ári láku persónuupplýsingar 1600 viðskiptavina Hraðpeningar.is út á netið. Meðal upplýsinga voru nöfn, kennitölur, banka og tékkaábyrgðarnúmer og nöfn kortafyrirtækja þessara viðskiptavina.

Í Bretlandi voru nýlega sett lög sem skylda fyrirtæki til að gera ráðstafanir hvað þetta varðar, en fyrirtækið A4e var sektað nýverið þegar brotist var inn hjá starfsmanni þess og stolið fartölvu með persónuupplýsingum 20.000 einstaklinga.

Sophos býður uppá gríðarlega öflug tól til dulkóðunar, bæði á stökum skrám og skráarsöfnum véla ásamt dulkóðun á heilum gagnadiskum véla, hvort sem er vinnustöðva eða ferðavéla. Við hvetjum alla til að kynna sér möguleika í dulkóðunum og ganga úr skugga um að gögn þeirra séu ekki í hættu.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér dulkóðunarmöguleika Sophos, hafðu þá samband við okkur og við getum sýnt þér þá möguleika sem eru í boði.