Stór verkefni engin hindrun

Netheimur hefur síðasta hálfa árið unnið með Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) að þróun sjálfsafgreiðslulausnar í gegnum vef með beintengingu við DK fyrir samtökin.
Í því ferli hefur Netheimur aðstoðað við þarfagreiningu og val á lausnum auk þess að sjá alfarið um forritun og prófanir. Allt ferlið hefur einkennst af mikilli fagmennsku af hálfu Netheims, til dæmis var frá upphafi lögð áhersla á nákvæma þarfagreiningu auk þess að skoða hvort mögulegt væri að kaupa tilbúnar lausnir, sem reyndist ekki vera í þessu tilfelli. Í framhaldinu var í samvinnu við Netheim hafin vinna við forritun á því kerfi sem í dag gengur undir nafninu Mínar síður SSF. Netheimur hélt mjög vel utan um verkefnið, kostnaðargreiningu, samskipti við samstarfsaðila, prófanir og eftirfylgni. En það sem skiptu mestu máli var að kostnaðaráætlun var raunhæf, lausninni var skilað á réttum degi og engin vandamál hafa komið upp.

Hilmar Vilberg Gylfason, fjármálastjóriSamtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF)